Markmið okkar er að vera umbjóðendum okkar aðgengileg, heiðarleg og trú. Við erum meðvituð um þá hagsmuni sem okkur hefur verið falið að gæta og tökum hlutverk okkar alvarlega. 

 
 

Um okkur

Kjarni Lögmannsstofa var stofnuð af Árna Frey Árnasyni hdl. og Elínu Árnadóttur hdl. vorið 2016. Bæði hafa þau mikla og fjölbreytta reynslu af lögmennsku og hafa aðstoðað bæði innlenda og erlenda aðila; fólk, fyrirtæki og stofnanir, á margvíslegum réttarsviðum.  

Frá stofnun hafa lögmenn stofunnar unnið að fjölmörgum verkefnum fyrir margvíslega viðskiptavini með góðum árangri. Bæði er um að ræða flókna samningagerð, lausn ágreiningsmála, áreiðanleikakannanir og almenna lögfræðiráðgjöf.

Lögmenn stofunnar eru bjartsýnir á horfur í íslensku efnahagslífi og hyggja á frekari vöxt. Vanti þig aðstoð erum við boðin og búin að aðstoða þig við að ná þeim markmiðum sem stefnt er að. 

Við tökum vel á móti þér.